París Anton Sveinn keppti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum 2024.
París Anton Sveinn keppti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum 2024. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee er hættur við þátttöku á HM í 25 metra laug í næsta mánuði og hefur ákveðið að hætta keppni í sundi. Þetta staðfesti hann við RÚV í gær. Anton, sem er þrítugur, fór á sína fjórðu og síðustu Ólympíuleika í sumar og hafnaði þar í 15. sæti í 200 metra bringusundi. Anton setti 16 Íslandsmet á ferlinum og fékk silfurverðlaun á EM í 25 metra laug á síðasta ári. Lengst náði hann sjötta sæti á HM í 50 metra laug árið 2022.