Í lögunum eru iðulega óvæntir snúningar og furðulykkjur sem „bregða“ manni eða þá liggja í leyni undir því sem við getum kallað „hefðbundna“ framvindu.
Söngvaskáldið nýja Nína Solveig Andersen býr til tónlist sem Lúpína.
Söngvaskáldið nýja Nína Solveig Andersen býr til tónlist sem Lúpína.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Það var fyrir sex árum sem ég rakst fyrst á Nínu en þá tók hún þátt í Músíktilraunum með Umbru, síðar Dymbrá (með henni þar voru þau Eir Önnu Ólafsbur og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir). Prýðileg stuttskífa, fimm laga, kom svo út 2020. Innihaldið, „dökkleit og draumkennd kammertónlist“ – eins og ég lýsti því í dómi – strengt á þekkilega þjóðlagatónlistarpallettu. Önnur plata, einnig fimm laga, fylgdi ári síðar.

Framsækin, markaþenjandi tónlist á Íslandi hefur einkum komið úr ranni kvenna undanfarinn áratug eða svo og Nína hefur tekið sér stöðu með þeim fríða flokki. Ringluð var lofandi verk, tilkomumikið og spennandi, hvar heyra má í nokkurs konar nútímavæddu söngvaskáldi en textar spila,

...