Í ljósi tvíhliða samskipta Íslands og Bandaríkjanna þurfum við Íslendingar ekki að kvarta undan því að forsetar eða stjórnir repúblikana hafi sýnt okkur afskiptaleysi.
Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Einfalda skýringin á einstaklega sögulegum sigri Donalds Trumps í bandarísku forsetakosningunum þriðjudaginn 5. nóvember er að hann höfðar sterkt til kjósenda. Hann hefur meiri kjörþokka en nokkur annar og nýtir strauma þjóðarsálarinnar sér í vil.
Trump sannfærir háttvirta kjósendur um að þeir þurfi ekki að skammast sín fyrir að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, segja það sem þeim býr í brjósti með eigin orðum og á þann hátt sem þeir sjálfir ákveða. Þeir skuli ekki láta elítur stórborganna siða sig eða segja sér fyrir verkum.
Það var ekki að ástæðulausu sem Repúblikanar hentu því á loft og nýttu til hins
...