Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég er bara þakklát fyrir að við höfum komist frá þessu og ég er þakklát öllum sem rétt hafa okkur hjálparhönd,“ segir séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, „hvort sem það eru vinir, kunningjar eða fólk sem opnaði heimili sín fyrir Grindvíkingum. Eins er ég þakklát ríkisstjórninni, sem keypti húsin og sá til þess að fólk gæti keypt heimili annars staðar.“
Séra Elínborg á tæpa tvo áratugi að baki sem þjónandi sóknarprestur Grindvíkinga þótt síðasta árið hafi kirkjustarf þar gengið úr skorðum. „Sóknin er enn til og ég held áfram að sinna sóknarbörnunum eins og mér er unnt.“ Hún kveðst telja komandi vetur geta orðið Grindvíkingum erfiðan. Að komast í gegnum áföll er langhlaup og tekur sinn tíma.
...