Saman á góðri stundu Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson og Erla Rut Jónsdóttir hér með börnunum sínum; frá vinstri Maren Sif, Elvar Freyr og Hreiðar Leó.
Saman á góðri stundu Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson og Erla Rut Jónsdóttir hér með börnunum sínum; frá vinstri Maren Sif, Elvar Freyr og Hreiðar Leó. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Vissulega hefur tekið nokkurn tíma að ná að aðlagast nýju samfélagi og aðstæðum í Þorlákshöfn. Stóra málið er hins vegar að þarna líður börnunum okkar vel, sem er fyrir mestu, og því getum við séð fyrir okkur að vera hér í bæ eitthvað áfram,“ segir Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson.

Þau Vilhjálmur og Erla Rut Jónsdóttir kona hans og börnin þeirra þrjú höfðu lengi búið í Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir ári. Þau fengu fljótlega leiguíbúð í Urriðaholti í Grindavík hvar þau dvöldust fram í ágúst síðastliðinn. Gátu þá selt hús sitt við Selsvelli í Grindavík til fasteignafélagsins Þórkötlu og fest sér hús í Þorlákshöfn.

„Loksins þegar lausn ríkisins á málum okkar Grindvíkinga kom með fasteignakaupum var hægt að taka næstu skref inn í framtíðina,“ segir Vilhjálmur. „Við Erla sáum að Þorlákshöfn væri staður sem

...