Kínverska ríkisstjórnin mun á næstu dögum greina frá nýjum efnahagsaðgerðum til að efla kólnandi hagkerfi sitt, þar sem hún býr sig undir annað kjörtímabil Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna. Fram kemur í fréttaskýringu BBC að Trump hafi lofað …
Kínverska ríkisstjórnin mun á næstu dögum greina frá nýjum efnahagsaðgerðum til að efla kólnandi hagkerfi sitt, þar sem hún býr sig undir annað kjörtímabil Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna.
Fram kemur í fréttaskýringu BBC að Trump hafi lofað bandarískum kjósendum að leggja á háa innflutningsskatta, þar á meðal allt að 60% tolla á kínverskar vörur.
Trump þykir líklegur til að fylgja því eftir, þar sem hann setti 25% tolla á kínverskar vörur á fyrra kjörtímabili sínu.
Samdráttur á fasteignamarkaði, vaxandi atvinnuleysi, hækkandi ríkisskuldir og minni einkaneysla hafa dregið úr hagvexti í Kína eftir heimsfaraldurinn.
Þá er líklegt að sigur Trumps muni bæði koma í veg fyrir áætlanir
...