Álftanes vann sinn þriðja sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði stigalausa Haukamenn, 91:86, í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi. Álftanes er nú með sex stig, eins og fjögur önnur lið um miðja deild
Bandaríkjamenn Nimrod Hilliard úr KR sækir að körfu Njarðvíkinga í leik liðanna í Vesturbænum í gærkvöldi. Isaiah Coddon verst honum.
Bandaríkjamenn Nimrod Hilliard úr KR sækir að körfu Njarðvíkinga í leik liðanna í Vesturbænum í gærkvöldi. Isaiah Coddon verst honum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Körfuboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Álftanes vann sinn þriðja sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði stigalausa Haukamenn, 91:86, í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi. Álftanes er nú með sex stig, eins og fjögur önnur lið um miðja deild.

Eftir tap í fyrstu þremur leikjunum hafa Álftnesingar snúið bökum saman og er liðið á góðu skriði. Liðsmenn Álftaness fara væntanlega ekki fram úr sér með sigrum á tveimur nýliðum og svo botnliðinu, en það þarf að vinna þá leiki líka.

Næsta verkefni verður meira krefjandi; heimaleikur gegn Grindavík. Með sigri þar er óhætt að segja að Álftnesingar séu komnir verulega í gang.

Haukar eru búnir að tapa öllum

...