Sjálfstæðisflokkurinn er borgaralega sinnaður flokkur, laus við öfgar. Hann er flokkur yfirvegunar og raunsæis.

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Það er mikil blessun að Ísland hefur í gegnum tíðina ekki verið eins ginnkeypt fyrir lýðskrumi og lýðhyggju og ýmis samfélög í Evrópu. Slíkar raddir heyrast vitaskuld stundum en þær hafa hingað til ekki hlotið raunverulegt brautargengi í kosningum. Í þessu samhengi skiptir máli að Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestuflokkurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála, hefur staðist allar freistingar um að fara í slíkar áttir. Andstæðingar flokksins hafa oft reynt að halda hinu gagnstæða fram, en bæði almenningur og fræðafólk hefur séð í gegnum slíkan áburð.

Sjálfstæðisflokkurinn er borgaralega sinnaður

...