Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Þegar Eysteinn Þór Kristinsson tók við starfi skólastjóra við Grunnskóla Grindavíkur óraði hann ekki fyrir því að eldgosið sem hann fylgdist með út um gluggann sinn væri upphafið að jarðhræringum sem ættu einn daginn eftir að eyðileggja skólabyggingar, gleypa heilu einbýlishúsin og verða til þess að samfélagið í sinni þáverandi mynd myndi leysast upp.
Nú ríflega þremur árum síðar er enginn starfandi við grunnskólann sem eitt sinn var stærsti vinnustaður bæjarins. Öllum var sagt upp í sumar og eru nú ríflega fimm hundruð grindvískir nemendur búsettir í sveitarfélögum víðsvegar um landið, margir hverjir langt fjarri heimahögum og því umhverfi sem þeir ólust upp í.
Engum starfsmanni skólans var haldið eftir til að fylgjast
...