Við Íslendingar erum ekki ókunn duttlungum náttúrunnar en fljótt varð ljóst að við stæðum frammi fyrir stærstu áskorunum vegna náttúruhamfara á lýðveldistímanum.
Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson

Á morgun er eitt ár síðan hátt í fjögur þúsund íbúar Grindavíkur þurftu að pakka saman í snarhasti að kvöldlagi og yfirgefa heimili sín í óvissu um framtíðina. Á ellefta tímanum þann 10. nóvember 2023 upplýsti Veðurstofa Íslands Almannavarnir um að kvikugangur gæti náð alla leið til bæjarins. Flestir landsmenn voru að ganga til náða á heimilum sínum þegar annar veruleiki tók við hjá Grindvíkingum.

Dagana á undan hafði verið unnið að frumvarpi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi, en það má segja að í lok októbermánaðar hafi orðið kaflaskil í því umbrotatímabili sem hófst í desember 2019. Þá varð kvikusöfnunar vart á Svartsengissvæðinu sem byggði upp þrýsting til að hleypa af stað kvikugangi undir Sundhnúksgígaröð og Grindavík. Afleiðingin var rýming heimila um 1% þjóðarinnar og eldgos, en þau eru nú orðin sex talsins og

...