Hvenær byrjaðir þú að spila á saxófóninn?
Ég byrjaði átta ára gamall. Það er svolítið fyndin saga á bak við það hvers vegna ég valdi þetta hljóðfæri. Ég er alinn upp við Rás 1 og upphafsstefið í morgunútvarpi Rásar 1 var lagið Moanin. Saxófónninn í laginu heillaði mig rosalega. Frægasta útgáfa lagsins er með Art Blakey og The Jazz Messengers en lagið er eftir Bobby Timmons. Þetta lag hljómaði alltaf þegar ég vaknaði á morgnana sem barn.
Ertu mikið að hlusta á djass?
Já, það má segja að undanfarið hafi ég verið alveg límdur við djassinn. Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir djassinum.
Hvað finnst þér heillandi við djassinn?
Ég held það sé hvað hann er mikil tjáning. Þú ert
...