Hjördís Halldórsdóttir fæddist á Sævarenda í Fáskrúðsfirði 2. desember 1935. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 31. október 2024.

Foreldrar hennar voru Guðný Þorsteinsdóttir húsfreyja á Sævarenda, f. 31. ágúst 1894, d. 5. apríl 1979, og Halldór Þórarinn Sveinsson bóndi á Sævarenda, f. 26. janúar 1889, d. 19. september 1980.

Systir Hjördísar var Valdís, f. 6. apríl 1928, d. 27. maí 2014, gift Gunnari Eggertssyni, f. 18. ágúst 1922, d. 11. janúar 1988. Fóstursystir hennar var Þóra Halldóra Jónsdóttir, f. 4. nóvember 1919, d. 14. ágúst 2004.

Hinn 30. janúar 1960 giftist Hjördís eiginmanni sínum Eiði Magnússyni frá Árnagerði í Fljótshlíð, f. 1. maí 1929, d. 24. desember 2012. Foreldrar hans voru Jónína Sigríður Jensdóttir húsfreyja í Árnagerði, f. 26. júní 1891, d. 21.

...