Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta í Ólafssal á Ásvöllum á morgun klukkan 17. Leikurinn er í fjórðu umferð af sex en Rúmenía er með tvö stig eftir sigur gegn Íslandi, 82:70, í fyrri leik liðanna fyrir ári. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum, síðast naumlega fyrir sterku liði Slóvakíu á fimmtudag, 78:70. Rúmenar steinlágu í Tyrklandi sama kvöld, 101:54, en Tyrkir hafa unnið alla leiki sína í riðlinum.