„Ég lagði af stað upp Grindavíkurveginn og skildi ekkert af hverju bílarnir sneru við. Ég hélt bara áfram og var rétt komin ofan í sprunguna en við höfðum ekki fengið neina tilkynningu um að vegurinn væri kominn í tvennt, þá vissu þeir bara…
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
„Ég lagði af stað upp Grindavíkurveginn og skildi ekkert af hverju bílarnir sneru við. Ég hélt bara áfram og var rétt komin ofan í sprunguna en við höfðum ekki fengið neina tilkynningu um að vegurinn væri kominn í tvennt, þá vissu þeir bara ekkert um það.“
Þannig lýsir Hólmfríður Georgsdóttir flóttanum frá Grindavík þegar jörðin virtist aldrei ætla að hætta að skjálfa 10. nóvember 2023.
Eiginmaður Hólmfríðar, Árni Bergmann Hauksson, var þá nýkominn úr hjartaaðgerð og hún neyddist til að keyra bílinn. „Ég var engan veginn í ástandi til þess, ég sat úti í bíl í þrjá klukkutíma, ég er svo agalega hrædd við jarðskjálfta.“
Hólmfríður lítur um öxl með blaðamanni og
...