Hann er langrólegasti einstaklingurinn í ferðinni. Ég held að honum líði strax eins og að hann eigi heima hérna.
Þetta er risastökkpallur inn í rafíþróttaheiminn,“ segir Brimir Birgisson, nýkominn af æfingu hjá þýska rafíþróttaliðinu Mousesports í Hamborg síðdegis í gær, föstudag, en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið og byrjar í ungmennaliðinu.
Spurður hvernig honum lítist á aðstæður segir hann þær vonum framar. „Þetta er flottara en ég gat ímyndað mér. Móttakan hefur verið geggjuð og aðalliðið hefur verið að gefa sér tíma með okkur. Allir mjög almennilegir.“
– Hvert stefnirðu sem rafíþróttamaður?
„Ekki að verða bestur á Íslandi, heldur í Evrópu!“
Svo mörg voru þau orð, að þessu sinni, en þess má geta að Morgunblaðið þurfti að fá formlegt leyfi frá markaðsdeild Mousesports til að tala við Brimi. Alvaran
...