Á þessum degi árið 1934 var frétt í Morgunblaðinu þess efnis að kvöldið áður hefði verið samþykkt í bæjarráði Reykjavíkur tillaga frá Bjarna Benediktssyni bæjarfulltrúa um að banna hjólreiðar um Bankastræti, skv. heimild í 30. gr. lögreglusamþykktar.
Frekari rökstuðningur fylgdi ekki fréttinni en aftar í sama tölublaði var að finna frétt um slys í Bankastræti, þar sem hjólað hafði verið daginn áður á sjö ára gamla stúlku úr Hafnarfirði sem stödd var í bænum.
„Féll hún við áreksturinn á götuna og fekk hún stórt sár á höfuðið. Hún var flutt á Landakotsspítala og er álitið að hún hafi meiðst mikið. Hjólreiðamaðurinn féll líka á götuna, við áreksturinn, en stóð þó upp aftur og flýtti sjer burt áður en lögreglan kom á staðinn.“
Blaðið sagði það í rauninni mesta lán að slys væru ekki tíðari
...