Bækur um lýðræði, dystópíu, harðstjórn, femínisma og hægriöfgapólitík fóru hratt upp metsölulista í kjölfar sigurs Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. The Guardian greinir frá því að The Handmaid's Tale, eftir Margaret Atwood, hafi…
Bækur um lýðræði, dystópíu, harðstjórn, femínisma og hægriöfgapólitík fóru hratt upp metsölulista í kjölfar sigurs Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. The Guardian greinir frá því að The Handmaid's Tale, eftir Margaret Atwood, hafi hækkað um 400 sæti á metsölulistanum síðan á miðvikudag en bókin, sem gerist í alræðissamfélagi þar sem konur eru neyddar til að fjölga sér, situr nú í þriðja sæti á bandaríska Amazon-metsölulistanum.