Það er eitthvað við þetta orð sem gerir það að verkum að það verður eins og uppáhaldsgæludýr allra, það smýgur alls staðar inn, enda fer það vel í munni og er jákvætt. Það er komið út um allan heim og full ástæða til að taka það í sátt,“ segir …
Vestur-Íslendingur Magnús Björnsson læknir sagðist í pistil 1934 í Heimskringlu vita um uppruna O.K.
Vestur-Íslendingur Magnús Björnsson læknir sagðist í pistil 1934 í Heimskringlu vita um uppruna O.K.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Það er eitthvað við þetta orð sem gerir það að verkum að það verður eins og uppáhaldsgæludýr allra, það smýgur alls staðar inn, enda fer það vel í munni og er jákvætt. Það er komið út um allan heim og full ástæða til að taka það í sátt,“ segir Sigurður Ægisson sem hefur árum saman grúskað og leitað uppruna orðatiltækisins ókei, eða O.K. Hann hefur nú sent frá sér bókina Ókei, leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi, en þar birtir Sigurður fimmtíu kenningar um upprunann, sem eru misgáfulegar, eins og hann orðar það sjálfur, en flestar vel ígrundaðar og um þær sumar hefur mikið verið skrifað.

„Mér kom mest á óvart að lesa um hörð og neikvæð viðbrögð á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, menn voru brjálaðir

...