Grétar Rafn Steinsson mun á næstunni láta af störfum hjá enska knattspyrnufélaginu Leeds United til þess að taka taka við nýju starfi innan bandaríska fjárfestahópsins 49ers Enterprises, eiganda Leeds. Grétar Rafn tók við sem yfirmaður leikmannakaupa hjá Leeds sumarið 2023 eftir að hafa áður starfað hjá Tottenham Hotspur, Everton og Fleetwood Town á Englandi. Í nýja starfinu felst að Grétar Rafn mun rannsaka breytingar innan knattspyrnunnar, tæknilegar framfarir og þróun leikmanna.
Erik Sandberg, varnarmaðurinn sterki frá Noregi, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍA. Sandberg gekk til liðs við ÍA fyrir nýafstaðið tímabil og stóð sig afar vel er nýliðarnir höfnuðu í fimmta sæti Bestu deildarinnar.
Gísli Þorgeir
...