Sophie Thatcher (t.v.) og Hugh Grant, ásamt Chloe East sem leikur með þeim í myndinni.
Sophie Thatcher (t.v.) og Hugh Grant, ásamt Chloe East sem leikur með þeim í myndinni. — AFP/Robyn Beck

Snilldin við Hugh Grant í Heretic er að hann er bara gamli, góði Hugh Grant. Góðlátlega álappalegur og veður með höfuðið á undan sér inn í allar setningar og lýkur þeim með kindarlegu glotti. Hann er eitthvað svo vingjarnlegur og eins og alltaf ómótstæðilega sjarmerandi. Það er það sem gerir þetta svo ógnvekjandi.

Eitthvað á þessa leið er niðurstaða gagnrýnanda breska blaðsins The Independent í umsögn þar sem hryllingsmyndin Heretic, sem komin er í bíó hér um slóðir, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum – ekki síst vegna vasklegrar framgöngu Grants í aðalhlutverkinu.

„Leikur Grants er þeim mun meira hrollvekjandi vegna þess að hann reiðir sig aldrei á augnaráðið og glottið sem einkenna geðveiki á hvíta tjaldinu, að ekki sé talað um þá list að halla undir flatt. Þess í stað er hann alltaf

...