50 ára Sigurbjörg fæddist heima á Kirkjubæjarklaustri þar sem faðir hennar leysti af sem héraðslæknir. Hún ólst upp fyrsta árið í Reykjavík, síðan í Eksilstuna í Svíþjóð til 6 ára aldurs, þá á Kirkjubæjarklaustri og loks á Langholtsveginum í Reykjavík í stórfjölskylduhúsi með móðurafa og -ömmu. Nú býr hún í Fossvogi.

Eftir grunnskóla lá leið Sigurbjargar í MR og hún útskrifaðist þaðan 1994. Að stúdentsprófi loknu fór hún í sálfræði í HÍ og í framhaldi af því hélt hún til Bergen í framhaldsnám og útskrifaðist þaðan 2003. Árið 2019 hlaut hún sérfræðingsréttindi í klínískri sálfræði. Að námi loknu starfaði Sigurbjörg um nokkurra ára skeið á geðdeild LSH en árið 2007 stofnaði hún ásamt Sóleyju Davíðsdóttur Kvíðameðferðarstöðina þar sem hún starfar í dag. Sigurbjörg var framkvæmdastjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar um árabil en er nú yfirsálfræðingur þar ásamt því að

...