Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, hafði nokkrum dögum fyrir 10. nóvember varað Grindvíkinga við því að gista næturlangt í bænum. Hlaut hann víða bágt fyrir. Þegar Þorvaldur er spurður nú, hvað leiti helst á hugann þegar 10
Frá samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju sunnudaginn 12. nóvember. Myndin var valin fréttamynd ársins af Blaðaljósmyndarafélagi Íslands.
Frá samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju sunnudaginn 12. nóvember. Myndin var valin fréttamynd ársins af Blaðaljósmyndarafélagi Íslands. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, hafði nokkrum dögum fyrir 10. nóvember varað Grindvíkinga við því að gista næturlangt í bænum. Hlaut hann víða bágt fyrir.

Þegar Þorvaldur er spurður nú, hvað leiti helst á hugann þegar 10. nóvember er nefndur, tekur hann sér góðan tíma til umhugsunar áður en hann svarar.

„Það sem kemur ef til vill helst í hugann er aðgerðaleysi. Mér fannst menn vera heldur rólegir yfir því sem gengið hafði á dagana á undan. Á þeim tíma vildi maður nú vekja athygli á þessu,“ segir Þorvaldur. „Því að jarðskjálftarnir eru alveg jafn mikil hætta og eldgosin. Það hafði kannski gleymst þarna í aðdragandanum.“

Hann

...