Ásdís Jónsdóttir fæddist 16. apríl 1943. Hún lést 28. október 2024.

Útför hennar fór fram 8. nóvember 2024.

Glaður og reifur

skyli gumna hver

uns síns bíður bana.

Þessi fleygu orð úr Hávamálum áttu virkilega vel við Ásdísi Jónsdóttur. Ég hitti hana aldrei öðruvísi en glaða í bragði og þannig var hún er fundum okkar bar síðast saman fyrir fáum vikum. Glöð og reif sat hún í horninu, móti dyrunum á litla handverkshúsinu, með prjóna í höndum umkringd prjónlesi og alls konar handverki kvenna og karla. Sjálf framleiddi hún síðustu árin ótrúlegt magn af vettlingum sem yljuðu köldum fingrum.

Hún var stórmerkileg og einstök kona er fór sínar eigin leiðir og hirti ekki um

...