Raddbandaharpa Ljóð Hlínar sigraði í Il Premio Hombres Videopoesia 2024.
Raddbandaharpa Ljóð Hlínar sigraði í Il Premio Hombres Videopoesia 2024.

Ljóð Hlínar Leifsdóttur, sem ber yfirskriftina „Raddbandaharpa“ (e. Harp of Vocal Cords), sem myndsett er af grísku leikstjórunum Alkistis Kafetzi og Maríu Salouvardou, sigraði í keppninni Il Premio Hombres Videopoesia 2024 sem nýlokið er í Pereto á Ítalíu. Segir í tilkynningu að í kvikmyndinni með ljóðinu lesi Hlín sjálf ljóð sitt á íslensku og að kvikmyndin hafi verið valin besta ljóðkvikmyndin sem sé sérstakt listform kvikmynda sem séu spunnar út frá ljóðum.

„Ljóð Hlínar var jafnframt valið besta ljóðið og tónlistin við myndina var valin besta hljóðrásin.“