Mikilvægt er að lágmarka óvissuna hjá fólki þegar samfélagsröskun verður vegna náttúruhamfara í byggð. Yfirvöld þurfa að taka fastar á viðbúnaði vegna samfélagsraskana til að fyrirbyggja að neyðaraðstoð og endurreisnarstarf verði tilviljunarkennd.
Þetta segir Sólveig Þorvarldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins.
Mikil þekking hefur safnast upp meðal viðbragðsaðila á Íslandi og eru þeir þrautþjálfaðir í að bregðast við náttúruhamförum. Samband vísindamanna og viðbragðsaðila er á „heimsmælikvarða“ hér á landi, að sögn Sólveigar sem kveðst treysta íslenskum viðbragðsaðilum mjög vel. „Ef ég týnist einhvers staðar þá vil ég helst týnast á Íslandi.“
Aftur á móti hefur skort að þekking safnist meðal yfirvalda og starfsfólks þeirra, bæði
...