Kristinn Karl Brynjarsson
Það er afar athyglisvert að fylgjast með Samfylkingunni búa þjóðina undir áform sín um skattahækkanir með því að benda á að skattbyrði launafólks hafi nú aukist frá 2013 í tíð Sjálfstæðisflokksins. Með því er svona undir kratarós verið að gefa í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hækkað skatta á launafólk frá árinu 2013.
Það er auðvitað alger fjarstæða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hækkað skatta á launafólk þótt skattbyrðin hafi aukist. Reyndar er staðreyndin sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lækkað skatta á launafólk, síðast í tengslum við lífskjarasamningana sem gerðir voru árið 2019. Vandinn er bara sá, ef hægt er að tala um vanda, að á vakt Sjálfstæðisflokksins hafa laun hækkað gríðarlega og þá einkum og sér í lagi lægstu launin.