Falleg ásýnd brúar er fengin með góðum hlutföllum, hagstæðri efnisnotkun og passandi lausnum – löguðum að umhverfinu.
Fyrirmyndarbrú Theodor-Heuss-Brücke, sem var opnuð 1957 og spannar 260 metra, er fyrirmynd flestra nútíma stagbrúa. Brúin var hönnuð af Fritz Leonhardt, prófessor við Universität Stuttgart, ásamt samstarfsfólki.
Fyrirmyndarbrú Theodor-Heuss-Brücke, sem var opnuð 1957 og spannar 260 metra, er fyrirmynd flestra nútíma stagbrúa. Brúin var hönnuð af Fritz Leonhardt, prófessor við Universität Stuttgart, ásamt samstarfsfólki.

Magnús Rannver Rafnsson

Ölfusárbrú hefur verið sögð kosta 6 milljarða, 9 milljarða, 14 og 15 milljarða, og standa áætlanir nú í 18 milljörðum með öllu. Þar af er kostnaður brúar án vegagerðar áætlaður tæplega 12 milljarðar með fjármagnskostnaði. Margir spyrja hvort kostnaðurinn sé eðlilegur fyrir haflengdir sem eru annars vegar um 75 og hins vegar 95 metrar miðað við fyrirhugaða veglínu. Frá sjónarhóli brúarverkfræðinnar er um að ræða tiltölulega stutt vel viðráðanleg höf og því koma næstum allar gerðir brúa til greina. Svo virðist sem lækka megi kostnað um allt að 7 milljarða og stytta megi framkvæmdatíma verulega með öðrum lausnum.

Ein leið til þess að sjá að fyrirhuguð Ölfusárbrú er of stór og of dýr er að nota nýjasta verð Vegagerðarinnar fyrir 330 m stagbrú (2 x 165 m höf), umreikna á 75+95 = 170 m af stagbrú sömu breiddar í tveimur hlutum.

...