Skáldsaga Múffa ★★★½· Eftir Jónas Reyni Gunnarsson Mál og menning, 2024. Kilja, 144 bls.
Bækur
Snædís
Björnsdóttir
Fyrir þau sem ekki vita þá er „múffa“ ekki einungis heiti á lítilli formköku heldur einnig á hólklaga kynlífstæki ætluðu til örvunar á getnaðarlim. Það er einmitt um hina síðarnefndu tegund múffunnar sem samnefnd skáldsaga Jónasar Reynis Gunnarssonar, Múffa (2024), fjallar en hún segir frá furðulegri atburðarás í lífi lítillar fjölskyldu úti á landi. Það er rétt að taka fram að formkökumúffan kemur hreint ekki við sögu og er þar að mínu mati ágætu tækifæri sóað. Nei, ég segi svona.
Hjónin Bjössi og Alma lifa rólegu lífi í litlu þorpi úti á landi. Bjössi vinnur sem verkfræðingur hjá Vegagerðinni og Alma, sem er doktor í fornaldarheimspeki, starfar sem grunnskólakennari auk þess að fara fyrir
...