Ég tók upp á því fyrir nokkrum árum að skrifa lista yfir þær bækur sem ég les því mér hættir til að gleyma því jafnóðum hvaða lesefni ég innbyrði. Þetta kemur sér vel í bókaklúbbnum sem ég er í ásamt góðum vinkonum þar sem rætt er um bækur og allt hitt sem máli skiptir í lífinu. Ég er oftast með nokkrar bækur í takinu í einu, bæði á hefðbundnu bókaformi, í kindlinum og síðan eru það hljóðbækurnar sem eru góðar til síns brúks á göngu- og skokkferðum.

Deus eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur fór með mér upp í sumarbústað um daginn og hún hreif mig með sér inn í alls konar heima. Hér koma ólíklegustu persónur við sögu og breyta framvindu veruleikans sem sýnir okkur hvað það er mikilvægt að hlusta á ólíkar raddir – líka þær sem venjulega fá ekki mikið pláss í samfélagsumræðunni og eru jafnvel útilokaðar.

Þríleikur Tove Ditlevsen, Bernska, Æska og Gift,

...