„Innblásturinn fyrir verkin mín kemur alltaf úr hversdagslífinu. Útgangspunkturinn er í hinu persónulega en svo er spurningin hvernig hægt sé að setja það í víðara samhengi,“ segir danshöfundurinn Omar Rajeh sem sýnir verk sitt Dance is…
Dansari Líbaninn Omar Rajeh segist vonast til að verk hans leiði til frekara samtals, hugmynda og aðgerða.
Dansari Líbaninn Omar Rajeh segist vonast til að verk hans leiði til frekara samtals, hugmynda og aðgerða. — Ljósmynd/Giuseppe Follacchio

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

„Innblásturinn fyrir verkin mín kemur alltaf úr hversdagslífinu. Útgangspunkturinn er í hinu persónulega en svo er spurningin hvernig hægt sé að setja það í víðara samhengi,“ segir danshöfundurinn Omar Rajeh sem sýnir verk sitt Dance is not for Us á Reykjavík Dance Festival dagana 15. og 16. nóvember í Tjarnarbíói.

Í sýningunni er Rajeh sagður nota líkama sinn og hreyfingar til að skapa frásögn sem er í senn persónuleg og pólitísk. „Hann skoðar hvernig dans getur veitt mótspyrnu gegn hörkulegu valdamynstri sem er ætlað að bæla niður einstaklingsbundna tjáningu, sköpun og von,“ segir um verkið.

„Þetta sólóverk snýst um endurminninguna, um það sem var en er

...