Á ljósum sit ég því og hlusta á hávært píp á meðan rigningin lemur rúðurnar sem ég sé ekkert út um.

Pistill

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Ég er komin með svo mikið nóg af pólitík, innanlands og utan, að ég læt aðra um að skrifa pistla um það, enda er ég enginn sérfræðingur á því sviðinu. Langt því frá. Ekki er hægt að minnast ógrátandi á úrslit kosninga í Bandaríkjunum. En þetta er búið og gert. Bandarískan þjóðin valdi.

Ég sný mér því að öðru.

Ég sagði ykkur fyrir nokkrum vikum að vélin hefði farið í bílnum mínum en ég gefst ekki upp og fékk annað álit. Nú er einhver töframaður frá Litáen að koma honum í lag og ég bíð spennt. Bíllinn fær nýja tímakeðju og vonandi get ég keyrt hann þangað til hann gefur aftur upp öndina.

Bifvélavirkinn hringdi reyndar í mig um daginn og spurði hvort ég hefði komið og tekið númerin af honum.

„Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði ég. „Já, ok, þá

...