Í morgun fór fram einstaklega hressileg lagakeppni á K100 þar sem gervigreind var fengin til að semja lög um útvarpsmennina Bolla Má og Þór Bæring, sem áttu að fanga kjarna þeirra sjálfra. Mistök urðu þó til þess að lagið um Bolla innihélt mjög…
— Ljósmynd/Gervigreindin (að sjálfsögðu).

Í morgun fór fram einstaklega hressileg lagakeppni á K100 þar sem gervigreind var fengin til að semja lög um útvarpsmennina Bolla Má og Þór Bæring, sem áttu að fanga kjarna þeirra sjálfra. Mistök urðu þó til þess að lagið um Bolla innihélt mjög einkennandi fiðluspil sem kom bæði hlustendum og þáttastjórnendum í opna skjöldu. Fiðluspilið var óvænt en hitti í mark og virkaði á endanum eins og leynivopn fyrir „Bollann“, sem tryggði honum sigurinn með yfirburðum.

Lagið „Bolli is a Great Lover“ sló algjörlega í gegn meðal hlustenda sem þökkuðu fyrir hláturinn í morgunsárið.

Sigurlagið, ásamt eftirminnilegu popplagi um Þór, má heyra í upptöku af keppninni á K100.is.