Það var í ársbyrjun sem undirritaður tók miðopnuviðtal við He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, fyrir ViðskiptaMoggann. Nokkrum vikum síðar var blaðamanni boðið í kínverska sendiráðið en sendiherrann vildi þar hrekja hrakspár um kínverska hagkerfið.
Við það tilefni kvaðst blaðamaður vilja nýta fyrirhugað ferðalag til Asíu til að heimsækja fulltrúa kínverskra fyrirtækja og kannaði hvort sendiráðið gæti bent á tengiliði í Kína. Úr varð að sendiráðið bauð blaðamanni í boðsferð fyrir evrópska gesti sem skipulögð var af kínverska utanríkisráðuneytinu. Varð að samkomulagi að sendiráðið myndi greiða gistingu og ferðir innan Kína en blaðamaður annan ferðakostnað úr eigin vasa.
Forsetinn í forgrunni
Fyrri hluta ferðarinnar var dvalið á St. Regis Marriott-hótelinu í diplómatahverfinu í Peking.
...