Reynir Björnsson fæddist 28. janúar 1939. Hann lést 16. október 2024.

Útför Reynis fór fram 28. október 2024.

Það er sérstaða Íslendinga að hafa skráð á bækur ættir manna allt frá landnámstíð til vorra daga. Máttarstólparnir Ólafur Snóksdalín verslunarstjóri, Steingrímur Jónsson biskup og Jón Espólín sýslumaður lögðu grunninn að nútímaættfræði og fjöldi ættfræðinga bætti svo í skörðin. Á síðustu misserum hefur öll aðstaða til ættfræðirannsókna batnað verulega með tölvutækninni, vinsæl ættfræðiforrit eins og Espólín auðvelduðu mönnum að halda utan um sínar upplýsingar og með tilkomu Íslendingabókar varð íslensk ættfræði öllum aðgengilegri. Það er veruleg breyting frá því að menn voru að pára sín handrit við erfiðar aðstæður á liðnum öldum.

Reynir Björnsson hafði tekið virkan þátt í störfum

...