Stórfjölskyldan Frá vinstri: Eiríkur, Benedikt, Ingibjörg Anna, Bergrós Þyrí í kanínulíki, Saga í fangi Unu og Embla þar fyrir framan, Sigrún Hanna fyrir framan Birnu, Hrafnhildur Erla, Egill í fangi Orra, Kristín og Valur Páll.
Stórfjölskyldan Frá vinstri: Eiríkur, Benedikt, Ingibjörg Anna, Bergrós Þyrí í kanínulíki, Saga í fangi Unu og Embla þar fyrir framan, Sigrún Hanna fyrir framan Birnu, Hrafnhildur Erla, Egill í fangi Orra, Kristín og Valur Páll.

Eiríkur Hjálmarsson fæddist 9. nóvember 1964 á fæðingarheimilinu við Eiríksgötu í Reykjavík en ól allan sinn barnsaldur við hina barnmörgu Skjólbraut í vesturbæ Kópavogs.

„Þá var atvinnurekstur í íbúðabyggðinni. Við götuna voru bílaverkstæði og bæjarskrifstofur, trésmíðaverkstæði og tannlæknastofa, garðyrkjustöð, klámblaðaprentun og nýlenduvöruverslun svo eitthvað sé nefnt.

Ég tók Kópavogsstrætó í Ísaksskóla frá 6 ára aldri en gekk síðan út í Kársnesskóla og Þinghólsskóla. Var sem barn og unglingur í sveit í Skagafirði og Suðursveit og missti þá af fótboltanum en var eitt sumar í Neskaupstað þar sem fótboltaiðkun með Þrótti og sigur í Austurlandsriðlinum var hluti sumarverkanna. Kláraði Menntaskólann við Hamrahlíð, las sögu um skamma hríð, kenndi svo tvo vetur suður með sjó áður en haldið var í blaðamennskunám í Ohio University.

...