Dagurinn og kvöldið 10. nóvember rifjast auðveldlega upp fyrir Eiríki Óla Dagbjartssyni, útgerðarmanni hjá Þorbirni í Grindavík, er blaðamaður ræðir aftur við hann tæplega ári síðar. Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni í…
Eiríkur Óli Dagbjartsson var í þann mund að pakka og fara frá Grindavík 10. nóvember þegar ljósmyndari blaðsins kom við.
Eiríkur Óli Dagbjartsson var í þann mund að pakka og fara frá Grindavík 10. nóvember þegar ljósmyndari blaðsins kom við. — Morgunblaðið/Eyþór

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Dagurinn og kvöldið 10. nóvember rifjast auðveldlega upp fyrir Eiríki Óla Dagbjartssyni, útgerðarmanni hjá Þorbirni í Grindavík, er blaðamaður ræðir aftur við hann tæplega ári síðar.

Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni í Grindavík þetta kvöld og hafði litið inn til Eiríks og fjölskyldu þegar þau voru í þann mund að pakka til þess að fara til dóttur sinnar á Selfossi yfir helgina. Þá voru lætin í jarðskjálftunum orðin of mikil fyrir þau. Blaðamaður hringdi stuttu seinna í hann og ræddi við hann um brottförina.

„Við töldum okkur vera ýmsu vön en það sem við upplifðum núna í kvöld er bara á öðrum skala. Þetta eru svo þungir og kröftugir skjálftar. Það er varla nokkur tími á milli þeirra,“ sagði

...