„Fyrstu dagana bjuggum við í sumarbústað foreldra minna og þá voru tengdaforeldrar mínir að utan í heimsókn líka svo að það var þröng á þingi,“ segir Guðjón Sveinsson Grindvíkingur í spjalli um hvernig þeim hjónum, honum og Ayçu Eriskin, hafi reitt af síðan þau ræddu við mbl.is 19
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Fyrstu dagana bjuggum við í sumarbústað foreldra minna og þá voru tengdaforeldrar mínir að utan í heimsókn líka svo að það var þröng á þingi,“ segir Guðjón Sveinsson Grindvíkingur í spjalli um hvernig þeim hjónum, honum og Ayçu Eriskin, hafi reitt af síðan þau ræddu við mbl.is 19. nóvember í fyrra, við upphaf þrenginga þeirra sem hér eru tíundaðar.
Þá var glænýr drengur kominn í heiminn, Sveinn Özer, sem fagnar nú eins árs afmæli sínu samhliða því sem líf Guðjóns og Ayçu er að falla í skorður á ný. Þó ekki alveg. Rifjum upp ummæli Guðjóns í viðtali við mbl.is fyrir ári:
„Við erum í frekar góðri stöðu miðað við marga og þrátt fyrir þetta,“ segir Guðjón. „Þetta tekur auðvitað á
...