Birna Bragadóttir
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum verður að ráðast í stórfelldar umbætur á menntakerfinu, ekki síst á grunnskólunum. Það hlýtur að valda okkur öllum miklum áhyggjum hvað námsárangur grunnskólabarna hefur versnað mikið á skömmum tíma.
Þrátt fyrir að Íslendingar verji hlutfallslega meiri fjármunum til grunnskólans en flestar aðrar þjóðir erum við samt eftirbátar þeirra flestra þegar kemur að námsárangri.
Við getum ekki sætt okkur við að einungis helmingur drengja og þriðjungur stúlkna sem útskrifast úr grunnskóla, eftir tíu ára skyldunám, hafi ekki náð grunnfærni í lesskilningi.
Slíkt er ekki ásættanlegt fyrir skattgreiðendur, sem fjármagna skólana, og heldur ekki fyrir foreldra sem eiga að geta treyst því
...