„Okkur langar að bjóða öllum fyrrverandi meðlimum, þar á meðal bræðrunum, Cavalera-bræðrunum. Sjáum hvað setur. Við stefnum að því, til að gleðja aðdáendur okkar inn að beini.“ Þessi orð Andreasar Kissers, gítarleikara Sepultura, í…
Andreas Kisser hefur leitt Sepultura undanfarin 28 ár.
Andreas Kisser hefur leitt Sepultura undanfarin 28 ár. — AFP/Mauro Pimentel

„Okkur langar að bjóða öllum fyrrverandi meðlimum, þar á meðal bræðrunum, Cavalera-bræðrunum. Sjáum hvað setur. Við stefnum að því, til að gleðja aðdáendur okkar inn að beini.“

Þessi orð Andreasar Kissers, gítarleikara Sepultura, í samtali við þýska málmgagnið Moshpit Passion, hafa vakið mikla athygli í málmheimum. Þetta goðsagnakennda brasilíska málmband er sem kunnugt er á kveðjutúr sínum um heiminn og fyrirhugað er að lokatónleikarnir fari fram í São Paulo 2026.

Það voru Cavalera-bræðurnir sem stofnuðu Sepultura í Belo Horizonte fyrir réttum 40 árum en Max hætti í fússi árið 1996 eftir ágreining við hina meðlimina þrjá, þar á meðal Igor bróður sinn. Igor sneri svo baki við bandinu tíu árum síðar.

Menn bíða nú eftir viðbrögðum frá bræðrunum en þeir

...