Á fundi á bæjarskrifstofu Grindavíkur fyrir ári vakti sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs athygli bæjarfulltrúa á mikilvægi þess að lýðheilsufulltrúi yrði ráðinn í ljósi tíðra skjálftahrina undanfarna mánuði sem hefðu reynt mikið á samfélagið
Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á þriðjudag að sundlaug bæjarins yrði opnuð. Geta bæjarbúar og ferðamenn kíkt í laugina tvo daga vikunnar.
Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á þriðjudag að sundlaug bæjarins yrði opnuð. Geta bæjarbúar og ferðamenn kíkt í laugina tvo daga vikunnar. — Morgunblaðið/Eggert

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Á fundi á bæjarskrifstofu Grindavíkur fyrir ári vakti sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs athygli bæjarfulltrúa á mikilvægi þess að lýðheilsufulltrúi yrði ráðinn í ljósi tíðra skjálftahrina undanfarna mánuði sem hefðu reynt mikið á samfélagið.

Fundurinn var sá síðasti sem haldinn var á skrifstofunni þetta árið. Síðdegis höfðu flestir íbúar yfirgefið bæinn vegna öflugrar skjálftahrinu og um kvöldið var öllum þeim sem eftir voru gert að rýma þar sem kvikugangur hefði hugsanlega myndast undir fótum þeirra.

Við tóku ákvarðanir og verkefni sem enginn í bæjarstjórn hafði ímyndað sér að þeir yrðu að fást við.

Farin nokkrum tímum síðar

...