Gunnar Kristinn Geirsson fæddist 27. október 1949. Hann lést 28. september 2024.
Útför fór fram í kyrrþey.
Gunnar Kristinn Geirsson gerðist félagi í Klúbbnum Geysi snemma ár 2007. Hann var hrifinn af því sem klúbburinn bauð upp á við endurhæfingu fólks með geðrænar áskoranir. Framan af var hann frekar til hlés og gaf sig ekki mikið að öðrum, en mætti samt nokkuð reglulega. Að sama skapi efldist hann eftir því sem tíminn leið og stundum eins og hann varpaði af sér oki veikinda og varð mannblendnari. Kom þá í ljós að ástríða hans lá í tónlist, tungumálum og ferðalögum. Varð það grunnurinn að þátttöku hans í starfi klúbbsins. Sérstaklega tungumálakunnáttan, þar naut hann sín við að tala við þá erlendu sjálfboðaliða sem hafa ætíð verið mikilvægur hluti af starfi klúbbsins og ekki síður efla þá við að tileinka sér íslenskuna. Er mér
...