Íslenska og færeyska eiga sér sameiginlegan uppruna í fornvesturnorrænu. Í tímans rás urðu ýmsar breytingar á báðum málum, fleiri á færeysku en íslensku. Lítum á brot úr faðirvorinu á færeysku til að sannreyna þessa staðhæfingu
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Íslenska og færeyska eiga sér sameiginlegan uppruna í fornvesturnorrænu. Í tímans rás urðu ýmsar breytingar á báðum málum, fleiri á færeysku en íslensku. Lítum á brot úr faðirvorinu á færeysku til að sannreyna þessa staðhæfingu. Þótt framburður málanna sé ólíkur er færeyskt ritmál svo líkt íslensku að tæpast þarf að þýða textann.
Faðir vár, tú, sum ert í himli. Heilagt verði navn títt.
Komi ríki títt. Verði vilji tín, sum í himli, so á jørð.
Frá sjónarhóli Íslendings er himli sérkennileg orðmynd; þetta er þágufall af himmal ‘himinn’.
...