Eyjólfur Eysteinsson fæddist 8. apríl 1935. Hann lést 20. október 2024.
Útför Eyjólfs fór fram 31. október 2024.
Nú er það svo að þjónusta Íslandspósts er sífellt að dragast saman um land allt og m.a. þess vegna fá áskrifendur Mbl. á landsbyggðinni ekki Morgunblaðið nema tvisvar í viku. Það getur því verið vonum seinna að fá fréttir af andláti samferðamanna, ef ekki er fylgst með á netinu. En sem betur fer birtir blaðið þær minningargreinar sem beðið er um. Það var því ekki fyrr en þriðjudaginn 5. nóvember sl. eftir komu póstsins að ég áttaði mig á að minn fyrrverandi samstarfsmaður í Landssambandi eldri borgara, Eyjólfur Eysteinsson, væri látinn, en þá fékk ég blaðið frá 31. október með minningargreinum um hann.
Við Eyjólfur kynntumst þegar við störfuðum saman í stjórn Landssambands eldri borgara,
...