Allir sem vilja fara einhverjar aðrar leiðir eru stimplaðir sem fasistar og rasistar og ekki þess virði að orðum sé eytt á þá.
Sjónarhorn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, flutti fyrir nokkru, í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV, eldmessu um nauðsyn mannúðar og mildi í útlendingamálum.
Saklausar og vel meinandi sálir kynnu að ætla að formaðurinn hefði fengið þakkir fyrir að tala fyrir mannúðlegum sjónarmiðum í málaflokki þar sem gætir sífellt meiri hörku. Það gerðist ekki. Hinir fjölmörgu sjálfskipuðu handhafar sannleikans í útlendingamálum hneyksluðust ógurlega á því að Sigurður Ingi skyldi leyfa sér að tala á þennan hátt. Þessir einstaklingar telja sig vita upp á hár hverjir hafa rétt á að tala máli mildi og mannúðar. Formaður Framsóknarflokksins má það alls ekki. Hann þykir ekki
...