Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
14. janúar
Húsin brenna
Um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins 14. janúar tók skjálftavirkni að aukast mikið á Sundhnúkagígaröðinni. Á fjórða tímanum þá nótt var Grindavíkurbær rýmdur og á fimmta tímanum jókst virknin enn meira. Eldgos braust út við Hagafell þremur mínútum fyrir kl. 8 þann morguninn. Nú var virknin nær Grindavík og töldu sérfræðingar að jafnvel gæti gosið innan varnargarðanna sem reistir höfðu verið. Það raungerðist þennan dag.
Aftur var upphafið kraftmikið og teygðist hratt úr sprungunni. Hraunið náði Grindavíkurvegi fyrir hádegi og eftir hádegi var ljóst að það hafði rofið bæði heita- og kaldavatnslagnir sem liggja til Grindavíkur. Ný sprunga opnaðist við
...