María Guðmundsdóttir fæddist 9. nóvember 1935 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 1908, d. 1989, og Guðrún S. Jónsdóttir, f. 1906, d. 2005.
María lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1957 og var lengst af hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi, eða frá 1968 til 1995. Hún starfaði einnig um tíma erlendis, við Ancker Hospital í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum.
Hún gerðist félagi í Leikfélagi Mosfellssveitar 1994 og lék með því ætíð síðan. Hún lék í fjölmörgum bíómyndum, sjónvarpsþáttum, stuttmyndum og auglýsingum. Auk þess tók hún þátt í uppistands-, kabarett- og spunasýningum en María var heiðursmeðlimur Improv Ísland.
María var í stjórn hjúkrunarfélagsins og ritari þess um tíma, formaður Rauðakrossdeildar Kjósarsýslu og sat í skipulagsnefnd og heilbrigðisnefnd Mosfellssveitar. Hún var auk þess einn af stofnendum Soroptimistaklúbbs Kjalarnesþings og sat í stjórn Leikfélags Mosfellssveitar.
Eiginmaður Maríu var Haukur
...