Sigurjón Björnsson hlaut frönsku riddaraorðuna fyrir menningarstörf, Chevalier de l’ordre des Arts et Lettres eins og hún heitir á frönsku, þann 5. nóvember. Það var sendiherra Frakklands á Íslandi, Guillaume Bazard, sem veitti Sigurjóni orðuna við…
Sigurjón Björnsson
Sigurjón Björnsson

Sigurjón Björnsson hlaut frönsku riddaraorðuna fyrir menningarstörf, Chevalier de l’ordre des Arts et Lettres eins og hún heitir á frönsku, þann 5. nóvember. Það var sendiherra Frakklands á Íslandi, Guillaume Bazard, sem veitti Sigurjóni orðuna við hátíðlega athöfn í franska sendiherrabústaðnum í Reykjavík. Segir í tilkynningu að það hafi verið til þess að heiðra stórkostlegt starf Sigurjóns við að þýða verk Balzacs yfir á íslensku og votta virðingu Frakka fyrir störf hans við að miðla verkum eins mesta snillings franskra bókmennta. Sigurjón Björnsson er fæddur árið 1926 og nam bókmenntir í Grenoble og sálfræði við Sorbonne. Árið 2014 hóf hann að þýða verk Honoré de Balzac. Le Père Goriot kom út hjá Skruddu árið 2017 og síðan þá hefur forlagið gefið út sjö aðrar skáldsögur Balzacs í þýðingu Sigurjóns.