Evrópubikar Jóhanna Margrét Sigurðardóttir mætir Val í dag.
Evrópubikar Jóhanna Margrét Sigurðardóttir mætir Val í dag. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Valskonur, sem hafa verið ósigrandi hér á landi í langan tíma, fá afar krefjandi verkefni í dag þegar þær taka á móti Kristianstad frá Svíþjóð í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins í handknattleik á Hlíðarenda.

Þetta er fyrri viðureign liðanna og hefst klukkan 16.30 en seinni leikurinn fer fram í Kristianstad um næstu helgi.

Tvær íslenskar handboltakonur leika með Kristianstad, landsliðskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir sem er í stóru hlutverki og kom til liðsins í sumar frá Skara, og Berta Rut Harðardóttir sem leikur sitt annað tímabil með liðinu.

„Ég held að við séum nokkuð nálægt þeim í getu og það er feikilega mikilvægt að ná í góð úrslit í heimaleiknum. Við eigum ágætis möguleika á því með góðum stuðningi áhorfenda,“

...