Í skjóli nætur gengu götustrákar Hitlers berserksgang um nánast allt Þýskaland.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Í þýskri sögu kemur dagsetningin 9. nóvember nokkuð oft við sögu. Að þessu sinni má minnast þess að 35 ár eru síðan Berlínarmúrinn féll árið 1989. Hann var alla tíð tákn grófrar kúgunar og alvarlegra mannréttindabrota. Þennan dag 1918 hófst bylting í kjölfar glundroðans sem varð í Þýskalandi eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar sem var brotin á bak aftur. Fimm árum síðar varð bjórkjallarauppreisnin í München undir forystu Adolfs Hitlers sem einnig reyndist mistakast. Og árið 1848 var tekinn af lífi stjórnmálamaðurinn Robert Blum, mikill mannvinur og fórnarlamb byltingarinnar það ár. Af nægu er að taka.

Á síðari árum minnast Þjóðverjar með hryllingi þess sem gerðist 1938, nánar tiltekið að kvöldi 9. nóvember og aðfaranótt næsta dags. Í skjóli nætur gengu götustrákar Hitlers bókstaflega berserksgang um nánast allt Þýskaland, ógnuðu lífi

...