Aron Einar Gunnarsson er í landsliðshópi Íslands í fótbolta fyrir útileikina við Svartfjallaland og Wales í Þjóðadeildinni í næstu viku. Aron snýr þar með aftur í landsliðið en hann er orðinn 35 ára gamall.
Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide telur reynslu Arons vega þungt, sérstaklega í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar sem gaf ekki kost á sér í hópinn.
„Hann er mjög reyndur og mikill leiðtogi. Það skilar sér ekki aðeins vel í leikjum heldur líka á æfingum. Við þurfum svoleiðis leiðtoga í okkar lið, sem annars lætur ekki mjög mikið í sér heyra,“ sagði Hareide við Morgunblaðið.
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands gerði sig sekan um slæm mistök gegn Tyrklandi í síðasta leik sem kostaði mark. Þar vantaði leiðtoga á borð við Aron í vörnina, að
...